Maður sem aðrir mættur taka sér til fyrirmyndar

Ég verð nú að segja eins og einhver sagði einhverntíman - ætti ég hatt þá tæki ég ofan af fyrir Björgvini. Það væri betur að hitt fólkið á þingi sem segist ekki eiga hagsmuna að gæta þó að allir viti betur tæki hann sér til fyrirmyndar. Þá skiptir ekki máli hvort það var maki sem stóð í braskinu !

Blessunin hún Þorgerður sem átti að eigin sögn engan þátt í skuldum eiginmannsins hefur að öllum líkindum ekki afþakkað að njóta gróðans með honum - fólk sem veit upp á sig sökina mætti bara skammast sín - en kannski er siðblindan slík að það veit ekki á sig neina sök. Þá spyr maður sig - á þannig fólk eitthvað erindi á þing ?


mbl.is Björgvin víkur af þingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég tek hatt minn ofan fyrir honum á sama tíma og mér finnst það algerlega lýsandi dæmi um siðferði annara þingmanna að það skuli vera HANN - HANN sem "fékk" ekki einu sinn upplýsingar eða svo mikið sem að mæta á fundi.

Ingibjörg Sólrún á sko eftir að svara fyrir það.

MargrétJ (IP-tala skráð) 15.4.2010 kl. 17:43

2 identicon

Þetta er bara sýndarmennska hjá Björgvin.

Hallur (IP-tala skráð) 15.4.2010 kl. 18:00

3 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Ég er ánægður með þig Anna mín. Láttu í þér heyra.

Kv, ari

Arinbjörn Kúld, 16.4.2010 kl. 12:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband