Og hver borgar ?

Mér þætti nú gaman að sjá Árna taka upp veskið og borga fyrir eigin mistök :) En sennilega er það hin mesta fjarstæða. Þarna erum við að tala um 4.5 milljónir og það er ekkert lítill peningur. Reyndar er 1 milljón í kostnað vegna málsins - það var jú atvinnuskapandi fyrir einhvern.

Þessa peninga hefði t.d. mátt setja inn í rekstur einhvers elliheimilis, sjúkrahúss eða í fatlaða geirann en nei - við bara borgum þetta fyrir Árna greyið. Skerum þetta bara af einhverjum sem ekki kvartar í staðinn. Árni fær svo bara einhverja vel launaða stöðu - getum kannski geymt hann erlendis í smátíma meðan að þjóðin er að gleyma þessu - eins og Halldór:)

 


mbl.is Árni og ríkið bótaskyld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Það er ævaforn hefð fyrir því hjá sjálfstæðisflokknum að láta aðra borga. Flokkurinn og þeir sem trúa á hann þekkja ekki annað. Þeim er því nokkur vorkunn eða þannig

Arinbjörn Kúld, 26.4.2010 kl. 20:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband