Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2010
Og hver borgar ?
23.4.2010 | 13:22
Mér þætti nú gaman að sjá Árna taka upp veskið og borga fyrir eigin mistök :) En sennilega er það hin mesta fjarstæða. Þarna erum við að tala um 4.5 milljónir og það er ekkert lítill peningur. Reyndar er 1 milljón í kostnað vegna málsins - það var jú atvinnuskapandi fyrir einhvern.
Þessa peninga hefði t.d. mátt setja inn í rekstur einhvers elliheimilis, sjúkrahúss eða í fatlaða geirann en nei - við bara borgum þetta fyrir Árna greyið. Skerum þetta bara af einhverjum sem ekki kvartar í staðinn. Árni fær svo bara einhverja vel launaða stöðu - getum kannski geymt hann erlendis í smátíma meðan að þjóðin er að gleyma þessu - eins og Halldór:)
Árni og ríkið bótaskyld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Kominn tími til
20.4.2010 | 23:30
Eignir Jóns Ásgeir og Hannesar kyrrsettar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Maður sem aðrir mættur taka sér til fyrirmyndar
15.4.2010 | 17:39
Ég verð nú að segja eins og einhver sagði einhverntíman - ætti ég hatt þá tæki ég ofan af fyrir Björgvini. Það væri betur að hitt fólkið á þingi sem segist ekki eiga hagsmuna að gæta þó að allir viti betur tæki hann sér til fyrirmyndar. Þá skiptir ekki máli hvort það var maki sem stóð í braskinu !
Blessunin hún Þorgerður sem átti að eigin sögn engan þátt í skuldum eiginmannsins hefur að öllum líkindum ekki afþakkað að njóta gróðans með honum - fólk sem veit upp á sig sökina mætti bara skammast sín - en kannski er siðblindan slík að það veit ekki á sig neina sök. Þá spyr maður sig - á þannig fólk eitthvað erindi á þing ?
Björgvin víkur af þingi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Bankarnir blekktu
12.4.2010 | 17:15
Bankarnir blekktu markaðinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)