Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2010

Og hver borgar ?

Mér þætti nú gaman að sjá Árna taka upp veskið og borga fyrir eigin mistök :) En sennilega er það hin mesta fjarstæða. Þarna erum við að tala um 4.5 milljónir og það er ekkert lítill peningur. Reyndar er 1 milljón í kostnað vegna málsins - það var jú atvinnuskapandi fyrir einhvern.

Þessa peninga hefði t.d. mátt setja inn í rekstur einhvers elliheimilis, sjúkrahúss eða í fatlaða geirann en nei - við bara borgum þetta fyrir Árna greyið. Skerum þetta bara af einhverjum sem ekki kvartar í staðinn. Árni fær svo bara einhverja vel launaða stöðu - getum kannski geymt hann erlendis í smátíma meðan að þjóðin er að gleyma þessu - eins og Halldór:)

 


mbl.is Árni og ríkið bótaskyld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kominn tími til

Ég get nú ekki annað en glaðst yfir þessarri frétt og þó fyrr hefði verið. Er líka afskaplega sátt við að hægt verði að rifta færslu fjármuna og fasteigna 4 ár aftur í timann. Almenningur krefst réttlætis og leiðréttinga sinna mála
mbl.is Eignir Jóns Ásgeir og Hannesar kyrrsettar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Maður sem aðrir mættur taka sér til fyrirmyndar

Ég verð nú að segja eins og einhver sagði einhverntíman - ætti ég hatt þá tæki ég ofan af fyrir Björgvini. Það væri betur að hitt fólkið á þingi sem segist ekki eiga hagsmuna að gæta þó að allir viti betur tæki hann sér til fyrirmyndar. Þá skiptir ekki máli hvort það var maki sem stóð í braskinu !

Blessunin hún Þorgerður sem átti að eigin sögn engan þátt í skuldum eiginmannsins hefur að öllum líkindum ekki afþakkað að njóta gróðans með honum - fólk sem veit upp á sig sökina mætti bara skammast sín - en kannski er siðblindan slík að það veit ekki á sig neina sök. Þá spyr maður sig - á þannig fólk eitthvað erindi á þing ?


mbl.is Björgvin víkur af þingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bankarnir blekktu

Og hvernig stendur á því að fyrst að bankarnir blekkt að þeir fá sitt til baka, meðan að almenningur situr í súpunni og verður næstu áratugi að borga meira og meira. Væri ekki sanngjarnt að sá sem veldur tapi ? Burt með verðtrygginguna og höfuðstóla lána á að flytja eins og þeir voru fyrir hrun!!!
mbl.is Bankarnir blekktu markaðinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband